Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verðandi leikmaður Chelsea fagnaði að hætti Palmer
Mynd: Getty Images

Ekvador vann 3-1 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku á Copa America í gærkvöldi en Kendry Paez verðandi leikmaður Chelsea skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu.


Paez er aðeins 17 ára gamall en Chelsea hefur tryggt sér þjónustu hans. Hann verður þó ekki formlega leikmaður enska liðsins fyrr en næsta sumar þegar hann hefur náð 18 ára aldri.

Ekvador komst í 1-0 í gærkvöldi þegar leikmaður Jamaíku varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Paez bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu og það vakti athygli að hann fagnaði eins og Cole Palmer, leikmaður Chelsea, er þekktur fyrir að fagna.

Ekvador mun spila úrslitaleik gegn Mexíkó um sæti í átta liða úrslitum á Copa America. Venesúela hefur þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en Jamaíka situr eftir með sárt ennið.


Athugasemdir
banner
banner