Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, er leikmaður 17. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Matthías fór fyrir liði Víkinga sem vann 6-0 stórsigur gegn ÍBV á heimavelli sínum í Fossvogi.
Matthías fór fyrir liði Víkinga sem vann 6-0 stórsigur gegn ÍBV á heimavelli sínum í Fossvogi.
Matthías fékk félagaskipti yfir í Víking frá FH fyrir þetta tímabil og hefur hann verið virkilega flottur inn á miðsvæðinu hjá Víkingum þetta sumarið, hann hefur smellpassað í liðið. Í leiknum gegn ÍBV lagði hann upp fyrstu tvö mörkin og svo skoraði hann líka.
„Take a bow! - Leggur upp fyrstu tvö og óheppinn að skora ekki sjálfur strax í kjölfarið, frábær á miðjunni og skorar svo fjórða markið til að koma Víkingum aftur á bragðið, skellir sér svo bara í hafsentinn til að loka þessum leik eins og kóngurinn sem hann var inná vellinum í dag," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í skýrslu sinni eftir leikinn.
„Það var gott að geta skorað loksins á heimavelli, ég er bara búinn að skora á útivelli og bara kórónuðum þetta þegar Arnar kastaði mér í miðvörðinn," sagði Matti sjálfur eftir leikinn en hann getur leyst ansi margar stöður á vellinum.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er gríðarlega ánægður með það að vera með Matthías í sínu liði.
„Matti var ekki með á móti Val svo hann er ekki búinn að tapa leik á Íslandi í sumar, hann er bara winner, algjör serial winner," sagði Arnar eftir leikinn.
Sterkustu leikmenn:
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir