City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   þri 02. nóvember 2021 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði síðast með skalla í fjórða flokki - „Tilfinningin var mögnuð"
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Getty Images
Hákon í leiknum. Það var geggjað að vera valinn maður leiksins
Hákon í leiknum. Það var geggjað að vera valinn maður leiksins
Mynd: Getty Images
Fólk var bara að óska mér til hamingju og samgleðjast mér.
Fólk var bara að óska mér til hamingju og samgleðjast mér.
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta keppnisleik með FC Kaupmannahöfn á sunnudag. Hákon lék fyrstu 72 mínúturnar og var svo skipt af velli fyrir jafnaldra sinn Rasmus Hojlund.

Hákon skoraði annað mark FCK á 29. mínútu leiksins, með skalla eftir fyrirgjöf frá Victor Kristiansen.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Frábært fyrsta mark Hákonar í dönsku úrvalsdeildinni
Segir engan lykil að uppgöngunni - „Væri draumur að fara með í lokakeppnina" (29. jan '21)

Hákon er Skagamaður sem gekk í raðir FCK árið 2019. Hann er átján ára sóknarsinnaður miðjumaður og ræddi hann við Fótbolta.net um leikinn á sunnudag.

Ræddi við þjálfarann á föstudag
„Ég vissi að ég myndi byrja á föstudeginum, þjálfarinn tók mig á fund og lét mig vita svo ég gæti undirbúið mig eins vel og hægt var," sagði Hákon aðspurður hvenær hann hefði vitað að hann myndi byrja leikinn gegn Vejle. Nokkrir leikmenn aðalliðsins glíma við meiðsli þessa stundina.

„Tilfinningin þegar ég vissi að ég myndi byrja var geggjuð. Ég fann alveg lúmskan spenning í maganum."

Stressið fór fljótlega
Hvernig varstu að upplifa þig á vellinum? „Í byrjun var ég mjög stressaður að spila fyrir framan svona marga en þegar maður byrjar að spila þá fer það um leið. Þá byrjaði ég bara að njóta þess að spila fótbolta."

Var eitthvað augnablik sem þú hættir að spá í því að það væri fullt af fólki að horfa á leikinn? „Ég pældi í því svona fyrstu þrjár mínúturnar en eftir það er maður ekkert að spá í því. Svo náttúrulega þegar leikurinn var stopp og svoleiðis fór maður aftur að spá í stuðningmönnunum."

Gerði það fyrsta sem honum datt í hug
Hvernig var tilfinningin að skora, hvað fór í gegnum hugann á þér rétt áður en boltinn fer í markið? „Tilfinningin var mögnuð, ég var í smá sjokki og ekki alveg að fatta að ég hefði skorað en svo „kickaði" gleðin og adrenalínið inn. Þá gerði ég bara það sem mér datt fyrst í hug og það var að renna mér á hnjánum."

Nokkur ár síðan síðast
Ertu vanur því að skora með skalla? „Alls ekki, ég held að síðasta skallamark hafi verið í 4. flokki á móti FH. Þannig það er nokkur ár síðan siðast."

Geggjað að stuðningsmennirnir hafa trú á manni
Þú varst valinn besti maður leiksins af stuðningsmönnum, gæti það verið betra? „Það var geggjað að vera valinn maður leiksins og geggjað að sjá að stuðningsmennirnir hafa trú á manni."

Guðlaugur Victor Pálsson var á vellinum, ræddiru eitthvað við hann? „Við ræddum ekkert mikið saman, hann óskaði mér bara til hamingju með leikinn og markið."

Hefuru fengið einhver óvænt skilaboð eftir markið sem þú vilt segja frá? „Nei, ekki nein óvænt skilaboð. Fólk var bara að óska mér til hamingju og samgleðjast mér," sagði Hákon að lokum.
Athugasemdir
banner