Kristín Dís Árnadóttir átti frábæran leik er Breiðablik svo gott sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í titilslag gegn Val.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Breiðablik
Kristín Dís lék í hjarta varnarinnar og bjargaði meðal annars á marklínu snemma leiks.
„Það var nóg að gera í dag. Þetta er það sem maður spilar fyrir og ég er ótrúlega ánægð. Við sögðum bara við okkur að þetta væri eins og hver annar leikur á tímabilinu og þrjú stig í boði," sagði Kristín Dís.
„Mér leið bara mjög vel í leiknum. Ég hef trú á Sonný og hún sýndi það að hún er geggjuð.
„Það er alls ekki tímabært að fagna, þetta var bara einn leikur af átján og nú er bara næsti leikur og við stefnum á þrjú stig þar."
Athugasemdir