Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 2-0 sigur á Linköping í riðlakeppni sænska bikarsins í Malmö í dag.
Íslenska landsliðskonan var í hjarta varnarinnar hjá deildarmeisturunum á meðan María Catharina Ólafsdóttir Gros var í liði Linköping.
Oona Sevenius og Emillie Marie Aanes Woldvik skoruðu mörk Rosengård snemma í sitt hvorum hálfleiknum og skildi það liðin að í dag.
Guðrún spilaði allan leikinn en María fór af velli þegar stundarfjórðuungur var eftir. Bæði lið voru að spila fyrsta leik sinn í riðlakeppninni.
Guðrún bar þá fyrirliðabandið í leiknum en Caroline Seger hefur verið fyrirliði síðustu ár áður en hún lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Rosengård er með 3 stig en Linköping án stiga. Rosengård mætir næst Malmö í grannslag á meðan Linköping spilar við Växjö.
Athugasemdir