Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Aston Villa gegn Club Brugge: Mings bestur - Rashford og Watkins fá sexu
Mynd: EPA
Tyrone Mings var maður leiksins er Aston Villa vann Club Brugge, 3-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en það er Birmingham Mail sem heldur utan um einkunnir.

Mings átti skallann sem bjó til fyrsta mark Villa og var þá mjög traustur í öftustu línu þar sem hann bjargaði meðal annars einu sinni á línu.

Hann fær 9 í einkunn og framúrskarandi í liði gestanna en næstur kom franski miðvörðurinn Axel Disasi með 8.

Leon Bailey var einnig með 8 en hann skoraði fyrsta mark Villa í leiknum.

Marcus Rashford og Ollie Watkins voru slakastir í liði Villa með sex í einkunn.

Einkunnir Villa: Martínez (7), Disasi (8), Konsa (7), Mings (9), Digne (7), Tielemans (7), McGinn (7), Bailey (8), Rogers (7), Rashford (6), Watkins (6).
Varamenn: Cash (7), Kamara (6), Ramsey (7), Asensio (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner