Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley fékk á sig mark en vann samt
Burnley er í þriðja sæti deildarinnar
Burnley er í þriðja sæti deildarinnar
Mynd: EPA
Burnley, sem hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð í ensku B-deildinni, fékk óvænt á sig mark en vann samt er liðið heimsótti Cardiff City í kvöld.

James Trafford og vörn hans hafði verið á ótrúlegu skriði í deildinni og sett hvert metið á fætur öðru. Trafford hafði meira að segja gert veðmál við JJ Watt, einn af hluteigendum Burnley, um að hann myndi taka upp skóna aftur í NFL-deildinni ef Trafford myndi halda hreinu restina af tímabilinu, en Watts getur nú andað léttar.

Josh Brownhill og Maxime Esteve komu Burnley í 2-0 í fyrri hálfleiknum og þegar lítið var eftir tókst Yousef Salech að skora fyrir Cardiff.

Heldur óvænt en Burnley lét það ekki á sig fá og tókst að halda út og vinna leikinn.

Burnley er í 3. sæti með 71 stig, fimm stigum frá toppnum þegar ellefu umferðir eru eftir.

Guðlaugur Victor Pálsson var ónotaður varamaður er Plymouth tapaði fyrir Hull City, 2-0. Plymouth er í næst neðsta sæti með 30 stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Stefán Teitur Þórðarson var þá ekki í hópnum hjá Preston sem gerði markalaust jafntefli við Swansea. Preston er í 15. sæti með 43 stig.

Cardiff City 1 - 2 Burnley
0-1 Josh Brownhill ('19 )
0-2 Maxime Esteve ('40 )
1-2 Yousef Salech ('42 )

Hull City 2 - 0 Plymouth
1-0 Joe Gelhardt ('48 )
2-0 Abu Kamara ('61 )

Millwall 0 - 2 Bristol City
0-1 Zak Vyner ('53 )
0-2 Harry Cornick ('83 )

Preston NE 0 - 0 Swansea
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 35 22 10 3 72 22 +50 76
2 Sheffield Utd 35 23 6 6 50 27 +23 73
3 Burnley 35 19 14 2 45 10 +35 71
4 Sunderland 35 18 11 6 52 32 +20 65
5 Coventry 35 15 8 12 49 44 +5 53
6 West Brom 35 12 16 7 45 32 +13 52
7 Bristol City 35 13 13 9 45 38 +7 52
8 Blackburn 35 15 7 13 40 35 +5 52
9 Middlesbrough 35 14 8 13 55 46 +9 50
10 Watford 35 14 7 14 45 48 -3 49
11 Norwich 35 12 12 11 56 48 +8 48
12 Millwall 35 11 12 12 34 36 -2 45
13 Sheff Wed 35 12 9 14 47 56 -9 45
14 QPR 35 11 11 13 41 45 -4 44
15 Preston NE 35 9 16 10 36 41 -5 43
16 Swansea 35 11 8 16 37 46 -9 41
17 Portsmouth 35 10 9 16 43 57 -14 39
18 Oxford United 35 9 11 15 36 52 -16 38
19 Hull City 35 9 9 17 35 44 -9 36
20 Stoke City 35 8 12 15 34 47 -13 36
21 Cardiff City 35 8 12 15 38 57 -19 36
22 Luton 35 8 7 20 32 55 -23 31
23 Plymouth 35 6 12 17 36 70 -34 30
24 Derby County 35 7 8 20 33 48 -15 29
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner