Benoný Breki Andrésson skoraði annan leikinn í röð með Stockport County er liðið gerði 1-1 jafntefli við Northampton í ensku C-deildinni í kvöld.
Sóknarmaðurinn skoraði sín fyrstu mörk með Stockport í síðustu umferð og tryggði því 2-1 sigur á móti Blackpool í toppbaráttunni í deildinni.
Hann hefur beðið þolinmóður eftir tækifærinu og er svo sannarlega farin að nýta þau en hann kom aftur inn af bekknum í kvöld og skoraði.
Benoný kom inn á 70. mínútu og skoraði níu mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf frá Ryan Rydel.
Þriðja mark hans fyrir félagið og Stockport áfram í 4. sæti með 61 stig.
Stockport County have found a gem in Beno Andrésson.
— Sam Byrne (@_SByrne) March 4, 2025
It's some f*cking header ???????????? pic.twitter.com/3zltM6mfjY
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham sem tapaði fyrir Bolton, 3-1. Alfons Sampsted kom inn af bekknum snemma í síðari hálfleiknum. Birmingham er á toppnum með 76 stig, níu stigum meira en Wycombe sem er í öðru.
Jason Daði Svanþórsson lék allan leikinn er Grimsby Town gerði 1-1 jafntefli við Tranmere Rovers í D-deildinni. Grimsby er í 8. sæti með 53 stig.
Athugasemdir