Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Valur skoraði fimm og fór á toppinn
Berglind Rós Ágúsdóttir skoraði tvö á fimm mínútum
Berglind Rós Ágúsdóttir skoraði tvö á fimm mínútum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 5 - 0 Tindastóll
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('17 )
2-0 Berglind Rós Ágústsdóttir ('30 )
3-0 Berglind Rós Ágústsdóttir ('35 )
4-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('51 )
5-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('82 , Mark úr víti)

Valskonur unnu magnaðan 5-0 sigur á Tindastól í A-riðli í A-deild Lengjubikars kvenna á Hlíðarenda í kvöld.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt og Berglind Rós Ágústsdóttir tvö í fyrri hálfleiknum.

Jasmín Erla Ingadóttir var ekki lengi að bæta við fjórða markinu í byrjun síðari hálfleiks og þá skoraði Ísabella Sara Tryggvadóttir síðasta markið úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka.

Sigurinn fleytir Val upp í toppsæti riðilsins með 9 stig en Tindastóll án stiga á botninum.

Valur Tinna Brá Magnúsdóttir (m), Natasha Moraa Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir (63'), Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (72'), Lillý Rut Hlynsdóttir, Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir (63'), Helena Ósk Hálfdánardóttir (63'), Jasmín Erla Ingadóttir (72')
Varamenn Nadía Atladóttir (63'), Ísabella Sara Tryggvadóttir (63'), Glódís María Gunnarsdóttir (72'), Ágústa María Valtýsdóttir (72'), Kolbrá Una Kristinsdóttir (63'), Bryndís Eiríksdóttir, Esther Júlía Gustavsdóttir (m)

Tindastóll Sigríður H. Stefánsdóttir (m), Saga Ísey Þorsteinsdóttir (87'), Bergljót Ásta Pétursdóttir (68'), Laufey Harpa Halldórsdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir, Aldís María Jóhannsdóttir (82'), Birgitta Rún Finnbogadóttir (90'), Lara Margrét Jónsdóttir, Nicola Hauk
Varamenn Agnes Nótt Þórðardóttir (82), Emelía Björk Elefsen (87), Hugrún Pálsdóttir (68), Harpa Sif Hreiðarsdóttir (90), Kristrún María Magnúsdóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 3 3 0 0 15 - 1 +14 9
2.    Þróttur R. 3 2 1 0 10 - 3 +7 7
3.    Þór/KA 3 2 0 1 15 - 3 +12 6
4.    Fram 4 1 1 2 4 - 13 -9 4
5.    Fylkir 2 0 0 2 2 - 11 -9 0
6.    Tindastóll 3 0 0 3 1 - 16 -15 0
Athugasemdir
banner
banner
banner