Ótrúlegur 7-1 sigur Arsenal á PSV í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer í sögubækurnar en ekkert lið hefur skorað jafn mörg mörk á útivelli í útsláttarkeppninni.
Arsenal raðaði inn mörkum gegn einu besta liði hollensku deildarinnar og getur nú farið að hugsa um 8-liða úrslitin.
Martin Ödegaard skoraði tvö og þá gerðu þeir Jurrien Timber, Ethan Nwaneri, Mikel Merino, Leandro Trossard og Riccardo Calafiori eitt mark á haus.
Arsenal varð fyrsta liðið til að skora sjö mörk á útivelli í útsláttarkeppninni og það fyrsta til að skora fimm mörk á fyrstu 48 mínútunum.
Þá var þetta stærsti útisigur Arsenal í sögu liðsins í keppninni en bestu sigrar þeirra fyrir leikinn unnust báðir 5-1 gegn Sporting og Inter.
Arsenal's biggest away win in the Champions League ????#UCL pic.twitter.com/ApuatSfxW5
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2025
Athugasemdir