Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
banner
   þri 04. mars 2025 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Millwall tóku mínútuklapp fyrir manninn sem meiddi Mateta
Stuðningsmönnum Millwall gæti ekki verið meira sama um líðan Mateta
Stuðningsmönnum Millwall gæti ekki verið meira sama um líðan Mateta
Mynd: EPA
Stuðningsmenn enska B-deildarliðsins Millwall eru engum líkir og hafa svarað rannsókn enska fótboltasambandsins með ljótu uppátæki í leik liðsins gegn Bristol City í kvöld.

Fótboltasambandið rannskar hegðun stuðningsmanna Millwall úr bikarleiknum gegn Crystal Palace um helgina.

Þeir voru með hómófóbíska söngva í garð Ben Chilwell og sungu þá til Jean-Philippe Mateta að sjúkraflutningamenn ættu að leyfa honum að deyja eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, fór í ljóta tæklingu í andlitið á Frakkanum.

Stuðningsmenn Millwall eru einhverjir grimmustu stuðningsmenn Bretlandseyja og fjölmargar bíómyndir verið gerðar um þá sem sýna hegðun þeirra innan og utan vallar.

Þeim er greinilega alveg sama um rannsókn sambandsins því á 8. mínútu í leiknum gegn Bristol í kvöld héldu þeir mínútuklapp, en það er nákvæmlega sama mínútu og Mateta meiddist í leiknum. Mínútuklappið var til heiðurs Roberts, sem tekur út leikbann.

Hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner