Stuðningsmenn enska B-deildarliðsins Millwall eru engum líkir og hafa svarað rannsókn enska fótboltasambandsins með ljótu uppátæki í leik liðsins gegn Bristol City í kvöld.
Fótboltasambandið rannskar hegðun stuðningsmanna Millwall úr bikarleiknum gegn Crystal Palace um helgina.
Þeir voru með hómófóbíska söngva í garð Ben Chilwell og sungu þá til Jean-Philippe Mateta að sjúkraflutningamenn ættu að leyfa honum að deyja eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, fór í ljóta tæklingu í andlitið á Frakkanum.
Stuðningsmenn Millwall eru einhverjir grimmustu stuðningsmenn Bretlandseyja og fjölmargar bíómyndir verið gerðar um þá sem sýna hegðun þeirra innan og utan vallar.
Þeim er greinilega alveg sama um rannsókn sambandsins því á 8. mínútu í leiknum gegn Bristol í kvöld héldu þeir mínútuklapp, en það er nákvæmlega sama mínútu og Mateta meiddist í leiknum. Mínútuklappið var til heiðurs Roberts, sem tekur út leikbann.
Hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.
Millwall had a minutes applause for the goalie that was sent off for the challenge on Crystal Palace’s Mateta at the weekend.
— Football Away Days (@FBAwayDays) March 4, 2025
The shithousery… ????pic.twitter.com/NLV9uusc5c
Athugasemdir