Baráttan um enska meistaratitilinn harðnaði um helgina þegar Manchester City vann Burnley og Liverpool vann Watford. Tottenham pakkaði Newcastle saman 5-1, Brentford vann óvæntan 4-1 sigur gegn Chelsea og Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Leicester á Old Trafford.
Áhyggjur Everton af því að falla jukust með 2-1 tapi gegn West Ham. Leeds gerði 1-1 jafntefli við Southampton, Úlfarnir unnu Aston Villa og markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Brighton og Norwich.
Garth Crooks, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Markvörður: Goalkeeper - Jose Sa (Wolves) - Átti frábæran leik þegar Úlfarnir unnu erkifjendur sína í Aston Villa.
Varnarmaður: Joe Gomez (Liverpool) - Mættur í byrjunarlið Liverpool og stóð sig fantavel í hægri bakverðinum, átti stoðsendingu á Diogo Jota.
Athugasemdir