Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 04. apríl 2022 09:35
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Gomez og Sterling í liðinu
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Baráttan um enska meistaratitilinn harðnaði um helgina þegar Manchester City vann Burnley og Liverpool vann Watford. Tottenham pakkaði Newcastle saman 5-1, Brentford vann óvæntan 4-1 sigur gegn Chelsea og Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Leicester á Old Trafford.

Áhyggjur Everton af því að falla jukust með 2-1 tapi gegn West Ham. Leeds gerði 1-1 jafntefli við Southampton, Úlfarnir unnu Aston Villa og markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Brighton og Norwich.

Garth Crooks, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner