Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 04. nóvember 2022 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Daði spáir í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingurinn.
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Mynd: EPA
Milner með bandið og allir í stuði.
Milner með bandið og allir í stuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun með fjórum leikjum sem hefjast klukkan 15:00. Það eru svo stórleikir á sunnudaginn.

Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur og skemmtanastjóri Fótbolta.net, spáir í leikina að þessu sinni.

Leeds 2 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Við erum með ágætis tak á Bournemouth og ég ætla vona innilega að strákarnir fylgi eftir ótrúlegum sigri á Liverpool. Bamford lagði upp í síðasta leik og það væri fínt ef hann myndi skora í þessum.

Manchester City 5 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Gestirnir hafa ekki unnið einn leik liðanna í síðustu 15 viðureignum og einungis tvisvar sinnum náð jafntefli. Sú tölfræði verður ekkert fallegri eftir þessa umferð. Og já Haaland skorar.

Nottingham Forest 1 - 0 Brentford (15:00 á morgun)
Sjö af níu stigum botnliðsins hafa komið á heimavelli. Dean Henderson á stórleik og nær í þrjá punkta.

Wolves 1 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Þessi lið elska að gera jafntefli þegar þau mætast og það verður engin breyting þar á. Pascal Gross með stoðsendingu á Danny Welbeck í uppbótartíma.

Everton 1 - 1 Leicester (17:30 á morgun)
Þriðja 1-1 jafnteflið í röð á Goodison Park þegar þessi lið mætast verður niðurstaðan. Leicester mætti vinna mín vegna. Ég myndi setja x2 á seðli helgarinnar.

Chelsea 1 - 2 Arsenal (12:00 á sunnudag)
Gulli Vall fagnar enn einum sigrinum á þessu tímabili og bakar smákökur í tilefni sigursins. Á meðan verður Þórarinn Jónas skjálfandi á fjórða degi í Köben en sér sér leik á borði og hendir í nýja mynd á Smitten í tilefni sigursins.

Aston Villa 2 - 2 Manchester United (14:00 á sunnudag)
Þessi lið elska að gera 2-2 jafntefli. Aston Villa kemst í 2-0 snemma leiks.

Southampton 0 - 2 Newcastle United (14:00 á sunnudag)
Southamton er með lélegasta heimavöll deildarinnar og við treystum á tölfræði. Newcastle heldur áfram vegferð sinni í átt að Meistaradeildarsæti.

West Ham 2 - 1 Crystal Palace (14:00 á sunnudag)
Þetta er leikur sem ég set 1x2 í getraununum. Heimavöllurinn hefur þarna betur og síðan eru Palace menn ekki sannfærandi á útivelli. Erfiður dagur fyrir Magga Bö eins og síðustu vikur og mánuðir hafa verið hjá honum í Vesturbænum. Bödda löpp til mikillar gleði.

Tottenham 1 - 3 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Ég neita að trúa öðru en að stigin þrjú fari til Sóla Hólm og félaga. Gomez á bekkinn og Milner með bandið og allir í stuði.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield
Athugasemdir
banner
banner