Heimild: Vísir
Beitir Ólafsson, markvörður KR, átti frábæran leik gegn KA á Dalvíkurvelli í kvöld þegar KR vann 1-2 sigur.
Hann var valinn maður leiksins hér á Fótbolta.net eftir leikinn, „Algjörlega stórkostlegur í rammanum! KA lá á KR í síðari hálfleik og Beitir átti margar góðar vörslur. Bjargaði klárlega því að KA skyldi ekki jafna leikinn," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson um Beiti í skýrslu sína eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 1 - 2 KR
Hann var valinn maður leiksins hér á Fótbolta.net eftir leikinn, „Algjörlega stórkostlegur í rammanum! KA lá á KR í síðari hálfleik og Beitir átti margar góðar vörslur. Bjargaði klárlega því að KA skyldi ekki jafna leikinn," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson um Beiti í skýrslu sína eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 1 - 2 KR
„Það er oft ekkert létt að spila ellefu á móti tíu. Mér fannst við gera það mjög vel, sköpuðum slatta af færum en Beitir var náttúrulega bara gjörsamlega frábær. Hann lokaði markinu og varði allt sem kom á markið, það er bara það sem skilur á milli," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í viðtalinu eftir leik.
„Við fengum helling af sénsum til að skora en þú þarft að koma boltanum yfir línuna. Beitir stóð sig mjög vel, varði ansi mörgum sinnum mjög vel og gerði okkur lífið leitt. Við komum ekki tuðrunni í netið," bætti Addi við.
Rúnar Kristinsson tjáði sig einnig um sinn mann í viðtali eftir leik.
„Svo var Beitir frábær fyrir aftan þá," sagði Rúnar í viðtalinu við Fótbolta.net þegar hann var spurður út í varnarleik sinna manna einum færri.
Rúnar var spurður sérstaklega út í Beiti í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Ester Ósk Árnadóttir ræddi við Rúnar.
„Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið." sagði Rúnar við Ester.
Athugasemdir