Það eru alls gerðar þrjár breytingar á liði Íslands frá tapinu gegn Rúmeníu á fimmtuag.
Rúnar Alex Rúnarsson er áfram í markinu eftir að hafa sýnt góða frammistöðu gegn Rúmeníu í síðasta leik.
Rúnar Alex Rúnarsson er áfram í markinu eftir að hafa sýnt góða frammistöðu gegn Rúmeníu í síðasta leik.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Norður-Makedónía
Kári Árnason kemur inn í vörnina fyrir Hjört Hermannsson og er með fyrirliðabandið. Jóhann Berg Guðmundsson byrjar ekki í dag þar sem hann er tæpur. Hann er ekki í hóp.
Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson, tveir leikmenn sem voru ekki með á æfingu í gær, eru í byrjunarliðinu. Þá kemur Ísak Bergmann Jóhannsson inn á miðsvæðið fyrir Guðlaug Victor Pálsson.
Útlit er fyrir að Birkir Bjarnason sé djúpur á miðjunni með tvo unga drengi - Andra Fannar Baldursson og Ísak Bergmann - fyrir framan sig í 4-1-4-1 kerfi.
Staðan í riðlinum:
1. Armenía 10 stig
2. Þýskaland 9 stig
3. Norður-Makedónía 7 stig
4. Rúmenía 6 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Athugasemdir