Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út eftir yfirstandandi tímabil.
Samkvæmt AS á Spáni hefur Al-Hilal í Sádi-Arabíu mikinn áhuga á því að fá Salah í sínar raðir.
Samkvæmt AS á Spáni hefur Al-Hilal í Sádi-Arabíu mikinn áhuga á því að fá Salah í sínar raðir.
Félagið hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fá Neymar á sínum tíma en hann átti að vera andlit félagsins. Hann hefur hins vegar lítið spilað fyrir Al-Hilal og verið mikið meiddur.
Salah er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en Liverpool hefur ekki enn tekist að endursemja við hann.
Al-Hilal ætlar að berjast um undirskrift hans en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá Salah.
Athugasemdir