Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 06. júní 2014 21:15
Jóhann Ingi Hafþórsson
1. deild: ÍA vann HK - Fyrsta tap HK-inga
Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrra mark ÍA
Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrra mark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 HK
1-0 Arnar Már Guðjónsson ('37)
2-0 Þórður Þorsteinn Þórðarsson ('76)

Einn leikur var á dagskrá í 1. deild karla í kvöld.

Skagamenn fengu þá HK í heimsókn og sigruðu að lokum, 2-0.

Strákarnir af skaganum byrjuðu betur og fengu nokkur færi snemma leiks og komust loks yfir á 37. mínútu með marki frá Arnari Má Guðjónssyni eftir sendingu frá Darren Lough.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik tvöfölduðu Skagamenn forskot sitt, en þá skoraði Þórður Þorsteinn Þórðarsson framhjá Stefáni Ara Björnssyni, markmanni HK sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið en Beitir Ólafsson, aðalmarkmaður var meiddur.

Þetta var jafnframt fyrsta snerting Þórðar í leiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því fyrsta tap HK-inga á tímabilinu staðreynd.

ÍA stökk upp í þriðja sæti með sigrinum en HK eru í fimmta sæti en bæði lið hafa nú spilað leik meira en önnur lið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner