Íslenski varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er genginn til liðs við gríska liðsins Volos frá ítalska liðinu Caarrarese.
Hjörtur Hermansson færði sig um set síðasta sumar og gekk til liðs við Carrarese í næst efstu deild á Ítalíu frá Pisa sem leikur einnig í næst efstu deild.
Landsliðsmaðurinn var dottinn út úr myndinni hjá Pisa og ákvað því að færa sig um set. Hann hefur ekkert spilað með Carrarese síðan í september en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Volos er í 12. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 17 umferðir. Liðið endaði í 12. sæti á síðustu leiktíð.
Athugasemdir