Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hjörtur Hermanns til Grikklands (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er genginn til liðs við gríska liðsins Volos frá ítalska liðinu Caarrarese.

Hjörtur Hermansson færði sig um set síðasta sumar og gekk til liðs við Carrarese í næst efstu deild á Ítalíu frá Pisa sem leikur einnig í næst efstu deild.

Landsliðsmaðurinn var dottinn út úr myndinni hjá Pisa og ákvað því að færa sig um set. Hann hefur ekkert spilað með Carrarese síðan í september en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Volos er í 12. sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 17 umferðir. Liðið endaði í 12. sæti á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner