Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. október 2022 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Beint flug á umspilsleik Íslands í Portúgal
Icelandair
Komdu með stuðninginn til Portúgals.
Komdu með stuðninginn til Portúgals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Portúgal í umspili um sæti á HM kvenna 2023 næstkomandi þriðjudag. Icelandair verður með beint flug á leikinn og til baka.


Þriðjudaginn 11. október næstkomandi mætast Ísland og Portúgal á Estádio Capital do Móvel í Portúgal. Þessi leikur er mjög mikilvægur og þá munar um stuðning landa í stúkunni!

Kvennalandslið Íslands í fótbolta mun keppa við lið Portúgals í heimsborginni Porto. Leikurinn ræður úrslitum um það hvort liðið verður með á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Ef Ísland vinnur Portúgal, í venjulegum leiktíma eða framlengingu þá er liðið öruggt um sæti á HM.

Svona tækifæri koma ekki oft og því hefur Icelandair við sett saman pakkaferð fyrir stuðningsfólk.

Í boði er dagsferð til Porto 11. október.

Flogið er til Porto í beinu leiguflugi Icelandair með FI1060 klukkan 07:15, lending í Porto klukkan 12:05. Rúta fer með farþega á leikvanginn til að sjá leikinn Portúgal - Ísland og svo beint út á flugvöll að leik loknum. Áætluð brottför frá Porto með FI1061 aðfaranótt 12.október klukkan 02:00, lending í Keflavík klukkan 05:00.

Verð á mann 69.900,-

Innifalið: Flug, miði á leik Íslands gegn Portúgal og rúta til og frá flugvelli erlendis.

Upplýsingar varðandi fyrirkomulag á afhendingu miða á leikinn verða birtar síðar. Athugið takmarkað sætaframboð.

Nánar má lesa um ferðina á vef Icelandair.


Athugasemdir
banner
banner