Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
England vann Bandaríkin á uppseldum Wembley
Mynd: EPA

England tók á móti Bandaríkjunum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld og var uppselt á leikinn.


Enska landsliðið er ríkjandi Evrópumeistari á meðan það bandaríska er ríkjandi heimsmeistari.

England spilaði vel fyrir framan tæplega 80 þúsund manns og stóð uppi sem sigurvegari, 2-1. Þetta reyndist fyrsti sigur enska liðsins gegn því bandaríska í meira en fimm ár, eða síðan á æfingamóti frá 2017.

Lauren Hemp og Georgia Stanway, leikmenn Manchester City og FC Bayern, gerðu mörk Englands í sigrinum. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og var mark dæmt af Bandaríkjunum með VAR vegna afar tæprar rangstöðu.

England 2 - 1 Bandaríkin
1-0 Lauren Hemp ('10)
1-1 Sophia Smith ('28)
2-1 Georgia Stanway ('33, víti)

Alexandra Popp skoraði þá bæði mörkin í sigri Þýskalands gegn Frakklandi á meðan Beatriz setti tvennu í þægilegum sigri Brasilíu gegn Noregi.

Spánn og Svíþjóð skildu að lokum jöfn rétt eins og Tékkland og Ungverjaland. Andrea Staskova setti þrennu fyrir Tékkland í 3-3 jafntefli.

Þýskaland 2 - 1 Frakkland
1-0 Alexandra Popp ('44)
2-0 Alexandra Popp ('48)
2-1 V. Asseyi ('85, víti)

Noregur 1 - 4 Brasilía
0-1 Adriana Maga ('43)
0-2 Beatriz ('47)
1-2 C. Ildhusoy ('50)
1-3 Beatriz ('52)
1-4 Jaqueline ('73)

Spánn 1 - 1 Svíþjóð
0-1 R. Blomqvist ('14)
1-1 M. Cardona ('83)

Tékkland 3 - 3 Ungverjaland
1-0 Andrea Staskova ('3)
2-0 Andrea Staskova ('24)
2-1 F. Vago ('47, víti)
2-2 S. Pusztai ('55)
2-3 S. Pusztai ('71)
3-3 Andrea Staskova ('84)


Athugasemdir
banner
banner