Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í William Saliba á fréttamannafundi í dag. Næsti leikur Arsenal er gegn Liverpool á sunnudag og var Arteta spurður hvort hægt yrði að bera Saliba saman við Virgil van Dijk í framtíðinni.
Van Dijk er miðvörður Liverpool og hefur verið í umræðunni sem einn af bestu miðvörðum heims.
Van Dijk er miðvörður Liverpool og hefur verið í umræðunni sem einn af bestu miðvörðum heims.
„Ég er ánægður með hvernig hann hefur stimplað sig inn í hlutina hjá okkur. Yfirvegunina og leiðtogahæfnina sem hann hefur sýnt á vellinum á mjög náttúrulegan hátt án leiftrandi ljósa. Hann hefur verið mjög hljóðlátur og á sama tíma fullur sjálfstrausts," sagði Arteta.
„Ég er mjög ánægður með þann stað sem hann er á á þessari stundu. Hann er Saliba, hann er ekki neinn annar," bætti spænski stjórinn við.
Saliba er 21 árs Frakki sem keyptur var frá Saint-Etienne sumarið 2019. Hann var lánaður til Frakklands síðustu þrjú tímabil en hefur fengið traustið í upphafi þessa tímabils. Hann hefur byrjað alla átta leiki Arsenal í úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk.
Athugasemdir