Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   fös 07. október 2022 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard var á næturklúbbi fyrir leik: Ennþá mikilvægur fyrirliði

Eden Hazard, kantmaður Real Madrid og belgíska landsliðsins, hefur verið gagnrýndur fyrir áhugaleysi undanfarin misseri.


Hann er ekki sami leikmaður og hann var hjá Chelsea. Hazard hefur átt í miklum erfiðleikum með að halda sér í formi og nú hefur honum tekist að vekja reiði stuðningsmanna belgíska landsliðsins með að skemmta sér á næturklúbbi aðeins tveimur dögum fyrir úrslitaleik gegn Hollandi í Þjóðadeildinni.

„Eden sinnir mikilvægu hlutverki innan liðsins, bæði sem einstaklingur og sem fyrirliði. Við treystum leikmönnum og hann fékk leyfi til að verja kvöldinu með fjölskyldu sínum og vinum," sagði Roberto Martinez. landsliðsþjálfari Belgíu, þegar hann var spurður út í orðróminn.

„Það er mjög skýr saga á bakvið þetta atvik en ég ætla ekki að tjá mig um það í fjölmiðlum. Það verður tekið á þessu innanhúss. Ég vil ekki sjá þetta gerast aftur en það er ástæða á bakvið þetta.

„Eden Hazard er ennþá mjög mikilvægur leikmaður fyrir landsliðið, það leikur enginn vafi á því. Hann er enn þann dag í dag með bestu leikmönnum heims þegar kemur að því að taka leikmenn á og skapa hættu. Það er samt ólíklegt að hann geti spilað í 90 mínútur eða sjö leiki á stuttum tíma. Hann hefur ekki spilað marga leiki í röð í langan tíma, við áttum okkur alveg á stöðunni. Við stefnum á að láta hann spila í 60 mínútur á leik en auðvitað getur staðan breyst á næstu fimm vikum.

Martinez segist ekki vilja nota Hazard sem fremsta mann og hann vill ekki fá hann inn af bekknum.

„Ég sé Eden ekki sem falska níu eða leikmann sem getur byrjað sem fremsti sóknarmaður. Hann verður að spila á vinstri kanti og koma sér inn í leikinn. Ég sé hann heldur ekki sem jóker sem kemur inn af bekknum til að breyta leikjum. Hans leikstíll er akkurat öfugt við það, þetta er leikmaður sem þarf að komast inn í leikinn til að gera vel. Hann þarf að byrja leikinn og finna taktinn. Við höfum þjálfað hann í sex ár og vitum nákvæmlega við hverju við eigum að búast frá honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner