Brasilíska ungstirnið Endrick lék á dögunum sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði Palmeiras í Brasilíu.
Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu þegar Palmeiras góðan 4-0 sigur gegn Coritiba í brasilísku úrvalsdeildinni.
Þetta var hans fyrsti keppnisleikur fyrir félagið en hann er bara 16 ára gamall.
Það hefur verið mikil umfjöllun um þennan strák síðustu mánuði en hann þykir með efnilegri leikmönnum í heimi. Hann gerði nýverið þriggja ára samning við Palmeiras sem gildir til 2025 og er hann með riftunarákvæði í samningnum sem gerir félögum kleift að fá hann fyrir 60 milljónir evra.
Þessi efnilegi leikmaður komst í sviðsljósið á síðasta ári er hann tók þátt í móti fyrir 20 ára leikmenn og yngri.
Hann var yngstur á því móti en tókst samt að vera valinn besti maður mótsins og átti flottasta markið.
Endrick hefur heimsótt félög á borð við Barcelona og Real Madrid en öll stærstu félög Evrópu hafa fylgst með honum síðasta árið.
Brasilíumaðurinn getur ekki formlega gengið til liðs við félög í Evrópu fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri.
Athugasemdir