Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   fös 07. október 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Klámsíða býður Everton 200 milljónir fyrir tíu ára samstarf
Mynd: EPA

Bandaríska klámsíðan Stripchat segist vera búið að leggja fram tilboð í nafnaréttinn á Everton Stadium, nýjum leikvangi sem Everton er að byggja í Liverpool.


Klámsíðan segist vera búin að bjóða 200 milljónir dollara til að eigna sér nafnaréttinn á nýja leikvanginum næstu tíu árin - eða 20 milljónir dollara á ári.

„Við höfum boðið Everton tækifæri á að fara í samstarf með okkur. Ef tilboð okkar verður samþykkt munum við leggja allt okkar að mörkum til að hjálpa við að gera 'Stripchat Sustainability Stadium' að besta leikvangi heims," segir Max Bennett, stjórnandi hjá Stripchat.

Bennett sagði þetta í samtali við Prolific North sem heyrði í Everton vegna málsins. Stjórnandi hjá Everton vildi ekki tjá sig en viðurkenndi þó að það væri svo gott sem ómögulegt að Stripchat fengi nafnaréttinn á leikvanginum.

Þetta er ekki fyrsta íþróttafélagið sem Stripchat reynir að styrkja. Fyrirtækið hefur í fortíðinni reynt að styrkja New York Yankees í hafnabolta og New Orleans Saints í amerískum fótbolta án árangurs, auk Inter og Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner