Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig fær Nyland til að fylla í skarðið
Mynd: EPA

Þýska félagið RB Leipzig er að krækja í norska landsliðsmarkvörðinn Ørjan Nyland á frjálsri sölu.


Nyland, sem hefur meðal annars verið samningsbundinn Bournemouth, Norwich og Aston Villa, hefur verið án félags eftir að hann hljóp í skarðið á milli stanga Reading á seinni hluta síðasta tímabils.

Nyland er 32 ára gamall er aðalmarkvörður Norðmanna með 40 landsleiki að baki, þar af sjö á þessu ári.

Nyland er að skrifa undir samning við Leipzig sem gildir út tímabilið með möguleika á eins árs framlengingu.

Hann kemur til að fylla í skarðið sem myndast við meiðsli Peter Gulacsi, aðalmarkvarðar og fyrirliða Leipzig. Gulacsi meiddist í sigri gegn Celtic í vikunni.

Nyland mun því berjast við Janis Blaswich, fyrrum markvörð Heracles í Hollandi, um byrjunarliðssætið.

Meiðsli Gulacsi eru nokkuð alvarleg. Hann skaddaði krossband í hné og verður frá næstu mánuðina.

Leipzig hefur farið illa af stað á nýju tímabili og er aðeins með þrjú stig eftir þrjár umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá er liðið með 11 stig eftir 8 umferðir í þýsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner