Nottingham Forest er búið að staðfesta komu Ítalans Filippo Giraldi til félagsins sem yfirmaður íþróttamála.
Forest fór mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar og keypti meira en 20 nýja leikmenn. Þessir menn hafa ekki fengið tíma til að smella almennilega saman og hefur byrjun liðsins á úrvalsdeildartímabilinu ekki verið upp á marga fiska.
Búist var við að Steve Cooper knattspyrnustjóri yrði rekinn frá félaginu en hann fékk þess í stað nýjan samning og skömmu síðar var Giraldi ráðinn.
Giraldi var yfir leikmannakaupum Watford í sex ár og er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Richarlison, Abdoulaye Doucoure, Etienne Capoue og Pervis Estupinan.
Athugasemdir