Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi meiddur - Fer í skoðun á sunnudag
Lionel Messi og Kylian Mbappe mynda eina af allra sterkustu sóknarlínum heims ásamt Neymar.
Lionel Messi og Kylian Mbappe mynda eina af allra sterkustu sóknarlínum heims ásamt Neymar.
Mynd: EPA

Argentínski snillingurinn Lionel Messi missir af leik PSG gegn Reims um helgina vegna meiðsla.


Meiðslin eru talin vera smávægileg en hann þarf að gangast undir frekari rannsóknir á sunnudag, þegar bólgan verður búin að minnka.

Messi meiddist í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Benfica í miðri viku og var tekinn af velli þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Messi skoraði eina mark PSG í leiknum og hefur verið öflugur á tímabilinu þar sem hann er kominn með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 13 leikjum.

Meiðsli Messi virðast ekki vera alvarleg og hefur Christophe Galtier þjálfari PSG ákveðið að hvíla stórstjörnuna til að forðast frekari meiðslahættu.

Frakklandsmeistararnir búast ekki við að Messi verði klár í slaginn fyrir seinni leikinn gegn Benfica í næstu viku en vonast til að hann nái fjandslagnum gegn Marseille um næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner