Víkingur Ólafsvík er búið að gera samning við Ingvar Frey Þorsteinsson sem kemur frá Reyni Hellissandi.
Ingvar Freyr er efnilegur framherji sem skoraði 12 mörk í 15 leikjum með Reyni í sumar. Tíu mörk skoraði hann í þrettán leikjum í 4. deildinni en hin tvö gerði hann í Mjólkurbikarnum.
Ingvar er 19 ára gamall og binda Ólsarar mikla vonir við hann fyrir næstu leiktíð. Ólafsvík leikur áfram í 2. deild eftir að hafa fengið 28 stig úr 22 leikjum í sumar.
„Ingvar sýndi það í sumar með Reyni Hellissandi að hann er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður því eru miklar vonir bundnar við hann á næsta tímabili og mikið gleðiefni að hann hafi ritað undir samning við félagið," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Víkingi Ó.
Athugasemdir