Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep grínaðist: Gundo spilar ekki mínútu í viðbót á tímabilinu
Meðeigandi í TAST
Meðeigandi í TAST
Mynd: EPA
Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan sem er fyrirliði Manchester City, sagði í færslu á Instagram á dögunum að hún ætti engan uppáhalds veitingastað í borgininni, væri alls ekki hrifin af matnum í Manchester. Hún hefði ekki fundið matsölustað þar sem væri hægt að fá góðan mat.

Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá mörgum veitingamönnum í borginni og efuðust einhverjir um að Arfaoui hefði komið á þeirra staði.

Fréttamaður spurði Pep Guardiola, stjóra City, út í umræðuna. Guardiola er meðeigandi í Tapas veitingastað í Manchester.

„Það pirrar mig að þau hafa ekki prófað veitingastaðinn minn. Gundo spilar ekki mínútu í viðbót á tímabilinu," sagði Guardiola og hló. „Ég mun bjóða henni og Gundogan á TAST og að sjálfsögðu munu þau borða almennilega."


Athugasemdir
banner
banner
banner