Sara Arfaoui, eiginkona Ilkay Gundogan sem er fyrirliði Manchester City, sagði í færslu á Instagram á dögunum að hún ætti engan uppáhalds veitingastað í borgininni, væri alls ekki hrifin af matnum í Manchester. Hún hefði ekki fundið matsölustað þar sem væri hægt að fá góðan mat.
Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá mörgum veitingamönnum í borginni og efuðust einhverjir um að Arfaoui hefði komið á þeirra staði.
Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá mörgum veitingamönnum í borginni og efuðust einhverjir um að Arfaoui hefði komið á þeirra staði.
Fréttamaður spurði Pep Guardiola, stjóra City, út í umræðuna. Guardiola er meðeigandi í Tapas veitingastað í Manchester.
„Það pirrar mig að þau hafa ekki prófað veitingastaðinn minn. Gundo spilar ekki mínútu í viðbót á tímabilinu," sagði Guardiola og hló. „Ég mun bjóða henni og Gundogan á TAST og að sjálfsögðu munu þau borða almennilega."
🗣 "Gundo is not going to play one more minute for the rest of the season." 🤣
— Football Daily (@footballdaily) October 7, 2022
Pep Guardiola's response to Ilkay Gundogan's wife complaining about the food in Manchester when he owns a restaurant in the city pic.twitter.com/n1aBcGTPSg
Athugasemdir