Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ribery að leggja skóna á hilluna

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að franski kantmaðurinn Franck Ribery, sem er orðinn 39 ára gamall, sé að leggja skóna á hilluna.


Ribery er samningsbundinn Salernitana á Ítalíu en hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á tímabilinu.

Ribery hefur verið að glíma við þrálát hnémeiðsli og hefur ákveðið að kalla þetta gott eftir flottan feril þar sem hann vann allt mögulegt sem leikmaður FC Bayern.

Ribery var í franska landsliðshópnum sem endaði í öðru sæti á HM 2006 eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Hann var þó ekki í hópnum sem vann HM 2018 í Rússlandi.

Hjá Bayern vann hann þýsku deildina níu sinnum auk þess að vinna Meistaradeildina, HM félagsliða og allt annað sem var í boði. Ribery skoraði 16 mörk í 81 landsleik með Frakklandi auk þess að skora 124 mörk í 425 leikjum hjá Bayern.

Ribery mun gefa út tilkynningu á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner