Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar og Dagur framlengja við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur staðfest að tveir leikmenn meistaraflokks karla eru búnir að framlengja samninga sína við félagið.


Annar þeirra er markmaðurinn Rúnar Gissurarson sem framlengir um eitt ár. Rúnar er fæddur 1986 og var fenginn til að vera varamarkvörður Keflavíkur fyrir sumarið eftir góðan feril með Reyni Sandgerði.

Rúnar hefur spilað þrjá leiki í Bestu deildinni í sumar og er mikilvægur hlekkur í leikmannahópi Keflvíkinga.

Dagur Ingi Valsson er þá búinn að framlengja um tvö ár en hann er að leika sitt fjórða tímabil fyrir félagið. Hann hefur spilað tólf leiki í Bestu deildinni í sumar og á í heildina um 80 keppnisleiki að baki fyrir Keflavík.

Dagur Ingi er miðjumaður fæddur 1999 og lék fyrir Leikni F. áður en hann skipti til Keflavíkur.

Keflavík er með 31 stig eftir 23 umferðir í Bestu deildinni, tólf stigum frá fallsvæðinu þegar fjórar umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner