Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   fös 07. október 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Paqueta hreif liðsfélagana með svakalegri móttöku
Mynd: EPA

West Ham borgaði væna fúlgu fjárs fyrir brasilíska miðjumanninn Lucas Paquetá sem á þó enn eftir að skora og er aðeins kominn með eina stoðsendingu eftir sjö leiki hjá félaginu.


Hæfileikarnir hans Paquetá láta þó ekki leyna á sér og er nokkuð ljóst að þessi fótboltamaður getur náð ansi langt. Hann sýndi gæðin sín þegar hann kom inn af bekknum og lagði upp eina mark leiksins í 0-1 sigri West Ham gegn Anderlecht í Sambandsdeildinni í gærkvöldi. 

Það var hans fyrsta stoðsending á tímabilinu en hann sýndi aðra takta í leiknum sem hafa vakið mikla athygli og þá sérstaklega þegar hann tók á móti boltanum í eitt skiptið.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan en Paqueta tók gríðarlega skemmtilega á móti erfiðum bolta og vakti mikla hrifningu meðal liðsfélaganna sem sátu á varamannabekknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner