Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Rauð spjöld og vítaklúður í sigri Valencia
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Osasuna 1 - 2 Valencia
0-1 Justin Kluivert ('28)
0-2 Mouctar Diakhaby ('54)
1-2 Darko Brasanac ('93)
Rautt spjald: Unai Garcia, Osasuna ('69)
Rautt spjald: Ruben Pena, Osasuna ('96)


Ótrúlegri viðureign Valencia gegn Osasuna var að ljúka rétt í þessu í spænska boltanum þar sem Valencia stóð uppi sem sigurvegari.

Justin Kluivert kom Valencia yfir í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Gestirnir frá Valencia skiptu um gír í seinni hálfleik og tvöfaldaði Mouctar Diakhaby forystuna á 54. mínútu.

Það var þá sem byrjaði aðeins að hitna í kolunum. Heimamenn í Osasuna gerðu þrjár skiptingar snemma í síðari hálfleik og steig argentínski framherjinn Chimy Avila á vítapunktinn skömmu eftir að hafa komið af bekknum. Avila klúðraði af vítapunktinum og fékk liðsfélagi hans Unai Garcia að líta beint rautt spjald nokkru síðar.

Garcia braut af sér innan vítateigs og fékk Cavani tækifæri til að gera endanlega út um viðureignina af vítapunktinum. Honum brást þó bogalistin þar sem hann skaut í slána.

Tíu heimamenn reyndu að minnka muninn en það gekk brösulega þar sem gestirnir voru sterkari aðilinn. Darko Brasanac náði þó að minnka muninn í uppbótartíma en vonirnar fjöruðu endanlega út þegar Ruben Pena fékk rautt spjald. Níu leikmenn Osasuna gátu lítið gert á lokasekúndum uppbótartímans og niðurstaðan 1-2 tap.

Bæði lið eru með 13 stig eftir 8 umferðir, Valencia í fimmta sæti á markatölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner