Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   fös 07. október 2022 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toppslagnum flýtt um sólarhring
Greifavöllurinn
Greifavöllurinn
Mynd: Fótbolti.net
Toppslag KA og Breiðabliks hefur verið flýtt um sólarhring vegna veðurs. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag klukkan 14:00, þá er appelsínugul viðvörðun yfir Norðurlandi.

Nýr leiktími er laugardagur 14:00 og fer leikurinn fram á Greifavellinum við félagsheimili KA eins og fyrirhugað var.

Leikurinn er toppslagur, Breiðablik er í toppsæti deildarinnar og KA er í 3. sætinu. Átta stig skilja liðin að þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Víkingur er í 2. sæti með jafnmörg stig og KA.

Leikurinn er þriðji leikurinn í 2. umferð úrslitakeppninnar þar sem leiktíma hefur verið breytt. Fyrr í dag var leik KR og Vals flýtt og leik ÍBV og Keflavíkur frestað.

laugardagur 8. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-Fram (Norðurálsvöllurinn)

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Valur (Meistaravellir)
14:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)

sunnudagur 9. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 FH-Leiknir R. (Kaplakrikavöllur)

mánudagur 10. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
15:15 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner