Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 08. janúar 2022 15:14
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Góður sigur Blika á Keflavík - Kiddi Steindórs skoraði þrjú
Kristinn Steindórsson var allt í öllu gegn Keflavík. Hér skorar hann fyrsta markið.
Kristinn Steindórsson var allt í öllu gegn Keflavík. Hér skorar hann fyrsta markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 5 - 2 Keflavík
1-0 Kristinn Steindórsson ('34, víti )
2-0 Kristinn Steindórsson ('45 )
2-1 Jóhann Þór Arnarsson ('45 )
3-1 Ásgeir Galdur Guðmundsson ('50 )
4-1 Benedikt Warén ('60 )
5-1 Kristinn Steindórsson ('71 )
5-2 Frans Elvarsson ('78 )

Breiðablik vann fyrsta leik sinn í A-deild Fótbolta.net mótsins á nýju ári er liðið hafði betur gegn Keflavík á Kópavogsvelli, 5-2, í riðli 1. Kristinn Steindórsson skoraði þrennu fyrir Blika.

Fyrsta mark leiksins gerði Kristinn úr vítaspyrnu sem Benedikt Warén fiskaði í teignum. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Blikar aðra vítaspyrnu og aftur fór Kristinn á punktinn. Sindri Kristinn Ólafsson varði spyrnuna en Kristinn nýtti frákastið og skoraði.

Keflvíkingar minnkuðu muninn stuttu síðar áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þar var á ferðinni Jóhann Þór Arnarsson sem lék með Víði í fyrra.

Ásgeir Galdur Guðmundsson gerði þriðja mark Blika í byrjun síðari hálfleiks áður en Benedikt gerði fjórða markið tíu mínútum síðar.

Kristinn fullkomnaði svo þrennu sína á 71. mínútu áður en Keflvíkingar náðu í sárabótarmark tólf mínútum fyrir leikslok. Frans Elvlarsson skoraði það með skalla eftir horn.

Lokatölur 5-2 á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner