Martin Dubravka hefur mögulega spilað sinn síðasta leik fyrir Newcastle en hann hefur verið orðaður við brottför til Sádí-Arabíu.
Dubravka var í markinu þegar Newcatle vann Arsenal 2-0 í deildabikarnum í gær.
Eftir leikinn stóð hann fyrir framan stuðningsmenn liðsins sem fögnuðu honum.
Nick Pope er meiddur og Eddie Howe er ekki hrifinn af því að missa Dubravka frá félaginu.
„Hann er að spila mjög vel og af minni hálfu þá myndi ég ekki vilja missa hann. Ég veit ekkert, ég hef verið að einbeita mér að þessum leik," sagði Howe.
Athugasemdir