Alfreð Finnbogason getur ekki verið með Lyngby í þeim fimm leikjum sem liðið á eftir að spila fyrir vetrarfrí í dönsku úrvalsdeildinni. Hann viðbeinsbrotnaði í 1-1 jafntefli gegn Viborg í gær.
Alfreð lagði upp mark Lyngby í leiknum en liðið, sem Freyr Alexandersson þjálfar, er í neðsta sæti deildarinnar.
Alfreð lagði upp mark Lyngby í leiknum en liðið, sem Freyr Alexandersson þjálfar, er í neðsta sæti deildarinnar.
Lyngby tilkynnti í morgun að Alfreð yrði frá í tvo mánuði vegna þessara meiðsla.
Alfreð er 33 ára og spilaði á dögunum sína fyrstu landsleiki í langan tíma, gegn Venesúela og Albaníu. Alls á hann 63 landsleiki fyrir Ísland en getur ekki tekið þátt í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup 2022.
Um er að ræða æfingamót sem Íslandi var boðið að taka þátt í. Ísland leikur við Litháen í undanúrslitum 16. nóvember í Vilnius eða Kaunas en sama dag tekur Lettland á móti Eistlandi í Riga. Úrslitaleikurinn og bronsleikurinn fara svo fram 19. nóvember.
Finnbogason har brækket kravebenet 😢
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 8, 2022
Finnbogason misser de sidste fem kampe i 2022 efter angriberen fredag aften måtte forlade kampen mod Viborg med en skade. Islændingen har brækket kravebenet. Han forventes ude i cirka to måneder.
God bedring💙https://t.co/Gp99Vawjof pic.twitter.com/WnnXAMzSbt
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir