Hinn 26 ára gamli Arthur Melo sem er á láni hjá Liverpool frá Juventus er meiddur en þessu greindi Jurgen Klopp frá. James Pearce hjá Athletic segir frá því að Arthur þurfi að fara í aðgerð og verði fjarverandi næstu mánuði.
Arthur gekk til liðs við Liverpool á gluggadeginum í sumar en hann hafði ekki spilað fótbolta frá því í maí. Hann hefur aðeins spilað 13 mínútur í búningi Liverpool.
Pearce segir frá því að það taki Arthur að minnsta kosti þrjá mánuði að jafna sig eftir aðgerðina og gæti farið að spila eftir u.þ.b. fjóra mánuði.
Liverpool borgaði Juventus 4 milljónir til að fá leikmanninn á láni og hefur möguleika á að festa kaup á honum fyrir 33 milljónir punda næsta sumar.
Athugasemdir