Graham Potter gerir hvorki meira né minna en sjö breytingar á byrjunarliðinu sem rétt marði Crystal Palace í síðustu umferð. Potter skiptir allri varnarlínunni út og eru aðeins Kepa Arrizabalaga, Jorginho, Mason Mount og Kai Havertz sem halda byrjunarliðssætum sínum.
Diego Costa er þá í byrjunarliði Wolves þar sem þjálfarinn Steve Davis gerir þrjár breytingar á liðinu sem Bruno Lage valdi fyrir síðustu umferð. Adama Traore og Toti koma einnig inn í liðið auk Costa.
Pep Guardiola gerir þrjár breytingar á liðinu sem rúllaði yfir Manchester United um síðustu helgi þar sem Riyad Mahrez, Ruben Dias og Rodri koma inn fyrir Jack Grealish, Kyle Walker og Ilkay Gündogan.
Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton sem á í hættu á að missa starfið sitt eftir slæma byrjun á tímabilinu, gerir fjórar breytingar frá tapi gegn Everton.
Þá er Patson Daka í byrjunarliði Leicester sem heimsækir Bournemouth. Jamie Vardy er bekkjaður eftir stórsigur gegn Nottingham Forest í síðustu umferð.
Að lokum má finna Allan Saint-Maximin á bekknum hjá Newcastle sem tekur á móti Brentford. Miguel Almiron og Jacob Murphy halda hinum öfluga Saint-Maximin utan byrjunarliðsins. Gestirnir frá London virðast breyta um leikkerfi frá síðasta leik þar sem þeir fara úr 4-3-3 yfir í 3-5-2.
Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Chalobah, Koulibaly, Cucurella, Jorginho, Mount, Gallagher, Loftus-Cheek, Havertz, Pulisic.
Varamenn: Mendy, Kovacic, Aubameyang, Sterling, Broja, Chilwell, Ziyech, James, Chukwuemeka.
Wolves: Sa, Semedo, Kilman, Toti, Jonny, Nunes, Moutinho, Traore, Guedes, Podence, Costa.
Varamenn: Sarkic, Ait-Nouri, Hwang, Mosquera, Ronan, Hodge, Bueno, Campbell.
Man City: Ederson, Cancelo, Dias, Aknaji, Ake, Rodri, De Bruyne, Silva, Mahrez, Haaland, Foden
Varamenn: Ortega, Gundogan, Grealish, Laporte, Alvarez, Gomez, Palmer, Lewis, Wilson-Esbrand.
Southampton: Bazunu, Walker-Peters, Bella-Kotchap, Salisu, Perraud, Ward-Prowse, Diallo, Aribo, S Armstrong, A Armstrong, Adams.
Varamenn: McCarthy, Maitland-Niles, Lyanco, Caleta-Car, Mara, Djenepo, Elyounoussi, Larios, Walcott.
Newcastle: Pope; Trippier, Schar, Botman, Burn; Longstaff, Guimaraes, Willock; Almiron, Wilson, Murphy.
Varamenn: Karius, Lascelles, Joelinton, Saint-Maximin, Lewis, Targett, Wood, Fraser, Anderson.
Brentford: Raya; Ajer, Pinnock, Mee; Hickey, Baptiste, Jensen, Dasilva, Henry; Toney, Mbeumo.
Varamenn: Cox, Canos, Wissa, Jorgensen, Ghoddos, Onyeka, Damsgaard, Janelt, Roerslev.
Bournemouth: Neto, Fredericks, Mepham, Senesi, Smith, Lerma, Cook, Christie, Tavernier, Billing, Solanke.
Varamenn: Travers, Stephens, Marcondes, Stacey, Lowe, Dembele, Moore, Anthony, Zemura.
Leicester: Ward, Justin, Faes, Evans, Castagne, Soumare, Barnes, Tielemans, Dewsbury-Hall, Maddison, Daka.
Varamenn: Iversen, Vardy, Albrighton, Iheanacho, Pérez, Amartey, Praet, Thomas, Braybrooke.