ÍA og Fram mætast í leik sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur fyrir Skagamenn sem verma botnsæti Bestu deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 Fram
ÍA er fimm stigum frá öruggu sæti og þarf sigur gegn nýliðum Fram sem hafa verið flottir í sumar og sigla lygnan sjó með 28 stig eftir 23 umferðir.
Byrjunarlið dagsins má sjá hér fyrir neðan þar sem heimamenn gera tvær breytingar á liðinu sem tapaði í Keflavík í síðustu umferð. Haukur Andri Haraldsson og Alex Davey koma inn í byrjunarliðið fyrir Tobias Stagaard og Oliver Stefánsson sem er í leikbanni.
Gestirnir úr Úlfarsárdal gera einnig tvær breytingar á sínu liði þar sem Albert Hafsteinsson og Orri Gunnarsson koma inn fyrir Óskar Jónsson og Jannik Holmsgaard. Óskar er í leikbanni.
Byrjunarlið ÍA:
0. Gísli Laxdal Unnarsson
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Árni Salvar Heimisson
22. Benedikt V. Warén
44. Alex Davey
77. Haukur Andri Haraldsson
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Albert Hafsteinsson
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |