Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og Vals: Aron Snær í markið - Birkir Már á bekknum
Aron Snær fær tækifærið í dag.
Aron Snær fær tækifærið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már byrjar á bekknum.
Birkir Már byrjar á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefst leikur KR og Vals í 2. umferð úrslitakeppninnar í Bestu deildinni. Liðin berjast um 4. sætið í deildinni.

Leikurinn átti að fara fram á morgun en var flýtt um 23 klukkustundir sökum slæmrar veðurspár. Bæði lið töpuðu í síðustu umferð. KR tapaði 0-1 á Akureyri og Valur missti niður 0-2 forystu gegn Víkingi og tapaði 3-2 á Víkingsvelli.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Valur

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og eru nokkrar breytingar á báðum liðum. Á liði KR eru þrjár breytingar. Grétar Snær Gunnarsson og Stefán Árni Geirsson taka út leikbann hjá KR og inn í liðið koma þeir Þorsteinn Már Ragnarsson og Pálmi Rafn Pálmason. Þá stendur Aron Snær Friðriksson á milli stanganna og Beitir Ólafsson tekur sér sæti á bekknum. Finnur Tómas Pálmason snýr aftur í leikmannahóp KR sem og Aron Kristófer Lárusson. Þá er hinn ungi Patrik Thor Pétursson (2005) á bekknum.

Hjá Val eru einnig tvær breytingar. Patrick Pedersen snýr úr leikbanni og kemur inn í liðið og Lasse Petry kemur einnig inn í liðið. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson byrjar á bekknum og Guðmundur Andri Tryggvason gerir það líka. Það vekur athygli að Birkir Már Sævarsson er að snúa til baka úr leikbanni en þarf að gera sér það að góðu að byrja á bekknum. Arnór Smárason snýr þá aftur í leikmannahóp Vals.

Byrjunarlið KR:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
0. Theodór Elmar Bjarnason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
18. Lasse Petry
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner