Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Carrick orðaður við stjórastarfið hjá Middlesbrough
Mynd: EPA

Middlesbrough er í leit að nýjum knattspyrnustjóra og hefur Michael Carrick, fyrrum miðjumaður Manchester United, verið nefndur til sögunnar.


Carrick, 41 árs, hefur viðræður við Middlesbrough eftir helgina samkvæmt ýmsum fjölmiðlum á Englandi. Middlesbrough er í stjóraleit eftir að Chris Wilder var rekinn á dögunum.

Carrick hefur verið atvinnulaus í tæpt ár eftir að hann tók við Manchester United sem bráðabirgðastjóri eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember í fyrra.

Carrick, sem spilaði tæplega 500 leiki fyrir Man Utd, var við stjórn hjá félaginu í þrjá leiki áður en Ralf Rangnick var ráðinn. Rauðu djöflarnir unnu gegn Arsenal og Villarreal og gerðu jafntefli við Chelsea með Carrick á hliðarlínunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner