Dortmund og Bayern Munchen áttust við í stórleik helgarinnar í þýsku deildinni í dag. Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem Dortmund jafnaði metin í uppbótartíma.
Bayern lék uppbótartímann manni færri þar sem Kingsley Coman var rekinn útaf á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Jude Bellingham leikmaður Dortmund var heppinn að hanga inn á þegar hann sparkaði í andlitið á Alphonso Davies bakverði Bayern Munchen undir lok fyrri hálfleiks.
Bellingham var á gulu spjaldi þegar atvikið átti sér stað en hann slapp með tiltal eftir atvikið.
Julian Nagelsmann stjóri Bayern staðfesti það eftir leikinn að Davies hafi farið á sjúkrahús þar sem grunur var á heilahristing.
Athugasemdir