Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   lau 08. október 2022 15:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Auðvelt fyrir City - Leicester tapaði í Bournemouth
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester City gjörsamlega rúllaði yfir Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. 


Erling Braut Haaland lék allan leikinn en skoraði ekki nema eitt mark af fjórum og er því kominn með 20 mörk í 13 leikjum. Joao Cancelo átti mark og stoðsendingu í 4-0 sigri og komust Riyad Mahrez og Phil Foden einnig á blað.

Líklegt er að Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, sé á síðustu metrunum í starfi en liðið er búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og er með sjö stig eftir níu umferðir.

Man City 4 - 0 Southampton
1-0 Joao Cancelo ('20 )
2-0 Phil Foden ('32 )
3-0 Riyad Mahrez ('49 )
4-0 Erling Haland ('65 )

Chelsea lagði þá Wolves á heimavelli þar sem Graham Potter mætti til leiks með gjörbreytt byrjunarlið frá naumum sigri gegn Crystal Palace í síðustu umferð.

Kai Havertz, Christian Pulisic og Armando Broja skoruðu mörkin í 3-0 sigri sem hefði getað verið stærri. Flott spilamennska hjá lærisveinum Potter gegn stjóralausum Úlfum.

Leicester heimsótti svo nýliða Bournemouth og tók forystuna snemma leiks með marki frá Patson Daka. Það dugði þó ekki til, spilamennska Leicester var ekki uppá marga fiska og sneru heimamenn í Bournemouth stöðunni við eftir leikhlé.

Bournemouth stóð uppi sem óvæntur sigurvegari, 2-1, og er Leicester áfram á botni úrvalsdeildarinnar. Bournemouth er aftur á móti um miðja deild, átta stigum fyrir ofan Leicester.

Chelsea 3 - 0 Wolves
1-0 Kai Havertz ('45 )
2-0 Christian Pulisic ('54 )
3-0 Armando Broja ('90 )

Bournemouth 2 - 1 Leicester City
0-1 Patson Daka ('10 )
1-1 Philip Billing ('68 )
2-1 Ryan Christie ('71 )

Að lokum rúllaði Newcastle yfir Brentford þar sem staðan var 2-0 í leikhlé eftir mörk frá Bruno Guimaraes og Jacob Murphy. Ivan Toney minnkaði muninn úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Guimaraes tvöfaldaði forystuna á ný skömmu síðar.

Miguel Almiron gerði út um viðureignina með fjórða marki heimamanna áður en Ethan Pinnock setti boltann í eigið net á lokamínútunum og urðu lokatölur 5-1.

Newcastle er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn, með 14 stig eftir 9 umferðir. Brentford er með 10 stig.

Newcastle 5 - 1 Brentford
1-0 Bruno Guimaraes ('21 )
2-0 Jacob Murphy ('28 )
2-1 Ivan Toney ('54 , víti)
3-1 Bruno Guimaraes ('56 )
4-1 Miguel Almiron ('82 )
5-1 Ethan Pinnock ('90 , sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner