Brighton 0 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('22 )
Tottenham vann Brighton með einu marki gegn engu í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Harry Kane sá til þess að Tottenham var yfir í hálfleik en hann stýrði boltanum í netið með höfðinu eftir undirbúing Heung Min Son.
Son vildi einnig komast á blað í leiknum og hann hélt að það hafði tekist þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þegar hann kom boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Brighton menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en varnarleikur Tottenham stóð og sigurinn tryggður.
Athugasemdir