Enska kvennalandsliðið vann sitt fyrsta stórmót í sumar þegar það bar sigur úr býtum gegn sterku liði Þjóðverja í úrslitaleiknum á Wembley.
Í gær spilaði England vináttulandsleik við heimsmeistara Bandaríkjanna og vann 2-1 eftir góða frammistöðu.
Tæplega 80 þúsund manns horfðu á leikinn á uppseldum Wembley leikvangi, eða 10 þúsund færri heldur en horfðu á úrslitaleik EM gegn Þýskalandi á sama velli. Það voru seldir fleiri miðar á úrslitaleikinn.
Það eru liðin 50 ár síðan enska kvennalandsliðið var stofnað og var fagnað því í gær. Upprunalega kvennalandslið Englands mætti á Wembley og stóð heiðursvörð fyrir bæði landslið er þau gengu inn á völlinn í þessum merkilega vináttuleik.
Attendance here at Wembley 👏🏼 #Lionesses pic.twitter.com/mveW5HVUyP
— Samantha Miller (@samantham7PD) October 7, 2022