Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   lau 08. október 2022 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola grínaðist: Svekktur að Haaland hafi ekki skorað þrjú mörk
Mynd: EPA

Erling Haaland hefur farið ótrúlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði fimmtánda markið sitt í níunda leiknum í 4-0 sigri Manchester City gegn Southampton í dag.


Pep Guardiola stjóri City grínaðist með það eftir leikinn að hann hafi verið svekktur að Haaland hafi ekki skorað þrennu.

„Ég er svo svekktur út í Haaland að hafa ekki skorað þrjú mörk, það er ástæðan fyrir því að það er undirskriftalisti að reka hann úr úrvalsdeildinni," sagði Pep Guardiola.

Haaland fékk svo sannarlega færi til að skora fleiri mörk en hann er mannlegur eins og aðrir.

„Það kemur fyrir, væntingarnar eru svo miklar að fólk ætlast til að hann skorði 3-4 mörk í hverjum einasta leik. Þegar öllu er á botnin hvolft var hann til staðar til að skora eitt. Hann hjálpaði til að halda boltanum og berjast. Haaland spilaði mjög vel í dag," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner