Stjarnan er búin að framlengja samning við efnilegan miðjumann fæddan 2004, Guðmund Baldvin Nökkvason.
Guðmundur Baldvin hefur tekið miklum framförum í sumar og er búinn að skora 3 mörk í 16 leikjum með Stjörnunni í Bestu deildinni.
Stjarnan er í efri hluta deildarinnar á lokakafla tímabilsins með 31 stig eftir 23 umferðir.
„Ég er virkilega ánægður með að hafa framlengt samninginn minn hjá Stjörnunni. Það er geggjað að fá að vera partur af þessu liði og ég hlakka mikið til næstu leikja og komandi tímabila. Ég vill einnig nýta tækifærið og hvetja allt Stjörnufólk til þess að mæta á völlinn á mánudaginn þegar við fáum Víking R. í heimsókn á Samsungvöll! Skíni Stjarnan!" sagði Guðmundur Baldvin við undirskriftina.
Guðmundur á eitt mark í fjórum leikjum fyrir U19 landslið Íslands.