Gunnar Magnús Jónsson mun ekki stýra kvennaliði Keflavíkur áfram en stjórnin ákvað að semja ekki aftur við hann.
Hann hefur þjálfað liðið frá 2016, kom liðinu upp í efstu deild og liðið hefur leikið meðal þeirra bestu síðustu tvö ár og mun gera það áfram næsta sumar.
Keflavík þakkar honum fyrir frábær störf í þágu kvennaknattspyrnunnar í bænum.
„Gunnar hefur náð eftirtektarverðum árangri með liðið síðustu ár og eru honum færðar bestu þakkir deildarinnar fyrir vel unnin störf." Segir í tilkynningu Keflavíkur.
Liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti eftir að hafa verið spáð falli fyrir mót.
Athugasemdir