Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   lau 08. október 2022 14:01
Ívan Guðjón Baldursson
Hilmir Rafn framlengir við Venezia
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Hilmir Rafn Mikaelsson, fæddur 2004, er búinn að framlengja samning sinn við Venezia á Ítalíu.


Venezia leikur í ítölsku B-deildinni og hefur þjálfarateymi félagsins miklar mætur á hinum 18 ára gamla Hilmi sem leikur fyrir unglingaliðið.

Hilmir hefur komið við sögu í einum keppnisleik með meistaraflokki á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum í bikarleik gegn Ascoli og skoraði tvennu í 2-3 tapi. 

Hilmir er sóknarmaður og lék sinn fyrsta leik fyrir U21 landslið Íslands á dögunum. Hann lék fyrir Fjölni áður en hann var fenginn til Feneyja.

Hilmir á fjögur mörk í ellefu leikjum með U19 landsliði Íslands og þá skoraði hann fjögur í þrettán leikjum með Fjölni í Lengjudeild og Mjólkurbikar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner